„Bros á hverju einasta andliti“

Gunnar Ólason tekur lagið fyrir utan Ljósheima. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var góð stemmning fyrir utan hjúkrunardeildina Ljósheima á Selfossi í dag þegar Gunnar Ólason, söngvari Skítamórals, leit við með gítarinn og spilaði og söng fyrir heimilisfólkið.

Gleðin skein af hverju andliti á þessum fallega degi en Gunnar spilaði íslensk og erlend dægurlög og þjóðlög sem virtust falla vel í kramið hjá áheyrendum.

„Móðir mín, Hofdís Bjarnadóttir, býr hérna á Ljósheimum og hún pressaði á mig að gera þetta. Við töluðum um þetta þegar dálítið var liðið af heimsóknarbanninu og svo sá maður að svona viðburðir voru farnir að spretta upp eins og gorkúlur, þannig að ég gat ekki látið mitt eftir liggja og ákvað að kíkja hingað fyrir utan með hljóðfærið,“ sagði Gunnar sem gladdi fleiri en móður sína með þessu uppátæki.

„Já, þetta var bara æðislegt, frábært. Mér sýndist vera bros á hverju einasta andliti og meira að segja dansspor stigin. Það var beðið um vangadans og allt. Þetta var mjög skemmtileg stund og gefandi á þessum skrítnu tímum,“ bætti Gunnar við.

Myndirnar tala sínu máli.

Hofdís var ánægð með framtakið hjá syni sínum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinFyrsta skref í uppbyggingu í húsnæðismálum aldraðra
Næsta greinAllstórt snjóflóð við Veiðivötn