Brjáluð dekkjavertíð

Það er búið að vera vitlaust að gera á hjólbarðaverkstæðinu Pitstop á Selfossi í vikunni enda féllu fyrstu snjókornin í vikulokin.

Íslendingar kunna þann sið best að setja vetrardekkin ekki undir fyrr en fyrsti snjór er fallinn og vegir orðnir fljúgandi hálir.

Að sögn Jóhanns Rúnarssonar, hjá Pitstop á Selfossi, hefur verið vitlaust að gera alla vikuna, sérstaklega á fimmtudag og föstudag þar sem unnið var fram á kvöld.

Pitstop er með allar tegundir hjólbarða, heilsársdekk og negld vetrardekk, sem negld eru á staðnum. Að auki er boðið upp á smurþjónustu og smáviðgerðir.

Fyrri greinSólheimakórinn syngur og spilar
Næsta greinTvær bílveltur á Hellisheiði