Brjálað að gera hjá lögreglu og sjúkraflutningamönnum

Lögreglu og sjúkraflutningamenn á Selfossi þeyttust á milli staða í Árnessýslu um helgina vegna alls konar verkefna. Þar af þurfti að sinna tólf bílveltum og árekstrum.

Engin teljandi slys urðu á fólki en talsvert tjón á ökutækum sem að hluta til voru bílaleigubílar sem erlendir ferðamenn voru með á leigu.

Um tíuleytið í gærkvöldi höfðu átta sjúkraflutningar verið skráðir hjá sjúkraflutningamönnum á Selfossi. Staðsetning útkallanna var um alla sýslu, meðal annars á Hellisheiði, Lyngdalsheiði, Þingvöllum, Flúðum og í Flóahreppi.

Sjúkraflutningamenn fengu meðal annars aðstoð viðbragðshóps björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum í útkall og munaði þar miklu að hafa faglegt björgunarsveitafólk sem fyrsta viðbragð áður en sjúkrabíll kom á staðinn.

Fyrri greinRafmagnslaust á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn
Næsta greinTvær líkamsárásir um helgina