Breyttu skilti Krambúðarinnar í skjóli nætur

Selfyssingar ráku upp stór augu í morgun þegar þeir áttu leið framhjá Krambúðinni nýju, við Tryggvagötu en einhverjir grallarar breyttu skiltinu á nafni verslunarinnar í nótt.

Verslunin, sem Selfyssingar kalla iðulega Hornið, eins og hún hét í upphafi, hét síðan Samkaup Úrval en á dögunum opnaði þar ný verslun, Krambúðin.

Einhverjir hressir náttfarar hafa ekki talið vanþörf á því að ráðast í frekari nafnabreytingar og með því að breyta R í L, stendur nú Klámbúð stórum stöfum á skiltinu á þaki verslunarinnar.