Breytingar í Dótabúðinni

Nú er búið að breyta um áherslur í Dótabúðinni við Austurveginn á Selfossi. Meira er lagt uppúr varningi fyrir yngstu börnin, svo sem sængurgjafir, skírnargjafir, húsgögn, hillur og slíkt.

Einnig púða, teppi, sængurföt, himnasængur og ungbarnaleikföng. Að sögn Kolbrúnar Markúsdóttur kaupmanns er margt forvitnilegt að sjá í breyttri búð.

Hið vinsæla Animaland verður þó áfram á sínum satð sem og fótboltaliðadótið. Að sögn Kolbrúnar verður sérstakt tilboð í búðinni í tilefni breytinganna og vert að kíkja við í Dótabúðina, kannski taka jólainnkaupin snemma.