Brettasvæði sett upp í Hveragerði

Unnið er að uppsetningu brettasvæðis á lóð Grunnskólans í Hveragerði þessa dagana. Með römpunum er komið til móts við óskir ungra íbúa sem margir hverjir hafa beðið lengi eftir aðstöðu sem þessari.

Samkvæmt samþykkt frá hátíðarfundi bæjarstjórnar þann 9. júní s.l. var ákveðið að kaupa hágæða rampa frá Rhino ramps en innflytjandi er J.Helgason ehf. Er þessi framkvæmd hluti af afmælishátíð bæjarins í tilefni af 70 ára afmæli bæjarfélagsin.

Til stendur að vígja svæðið formlega á Blómstrandi dögum en þá er búið að skipuleggja sýningu með BMX bros laugardaginn 13. ágúst kl. 17:00.

Fyrri grein10-12% meiri umferð en á sama degi í fyrra (og allt stopp við Selfoss)
Næsta greinFjórir gistu fangageymslu á Selfossi