Brennisteinsmengun frá gosstöðvunum

Lögreglan á Hvolsvelli vill vekja á því athygli að töluverða brennisteinsmengun leggur frá gosstöðvunum við Fimmvörðuháls.

Ennfremur er hætta á að eiturgas leggi frá nýrunnu hrauninu.

Því er brýnt fyrir þeim sem leggja á ferðir að gosstöðvunum að fara gætilega og virða eins kílómeters bannsvæði við gosstöðvarnar.

Fyrri greinKaninn aftur í loftið
Næsta greinTap í níu marka leik