Brenndist við uppkveikju í arni

Starfsmaður brenndist þegar eldur kom upp í Riverside Spa í Hótel Selfoss í dag.

Konan var að kveikja upp í etanól-arni þegar eldur braust út. Hún hlaut 1. stigs bruna í andliti, vinstri hendi og á báðum lærum og 2. stigs bruna á hægri hendi. Konan var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem brunasárin voru kæld. Hún var þó ekki talin alvarlega slösuð en hún fékk strax kælingu með ísmolum í heilsulindinni.

Sjálfvirkt slökkvikerfi fór í gang og slökkti eldinn á skömmum tíma. Einhverjar skemmdir urðu á loftaplötum vegna vatnsúðans en þrátt fyrir töluvert vatn á gólfum gekk hreinsunarstarf vel.

Fyrri greinEkið á gangandi vegfaranda
Næsta greinKFR fór létt með Árborg