Brenndist á fæti í Reykjadal

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir um klukkustund til að sækja erlendan ferðamann í Reykjadal. Maðurinn, sem var á göngu, steig í hver og brenndist á fæti.

Björgunarsveitir fóru á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum. Sá slasaði var búinn undir flutning og er nú verið að bera hann niður á bílastæðið við Hveragerði þar sem sjúkrabíll bíður.

Gert er ráð fyrir að um klukkustund taki að bera hann þessa tveggja kílómetra leið.

Fyrri greinDýpkunarframkvæmdir ganga vonum framar
Næsta greinValskonur sterkari á lokasprettinum