Brenndist á báðum fótum

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna manns sem slasaðist á göngu í Reykjadal. Maðurinn steig í hver og brenndist illa á báðum fótum.

Sjúkrabíll var sendur á slóðann á Ölkelduhálsi þaðan sem sjúkraflutningamenn fóru að slysstað og bjuggu manninn undir flutning.

Björgunarmenn þurftu síðan að bera hinn slasaða nokkurn spöl til að koma honum í sjúkrabíl.

Fyrri greinHversdagsmyndir að hætti listamannsins
Næsta greinGuðný er „Eldhugi Árborgar 2014“