Brenndist á andliti

Sjö ára gamall drengur var fluttur á Landspítalann frá Hvolsvelli í nótt eftir að hann hlaut brunasár í andliti, þegar hann var að sprengja flugelda.

Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli drengsins eru en að sögn vakthafandi læknis er líðan hans stöðug.

Kallaðir hafa verið til augnlæknir og lýtalæknir til að sinna honum.

mbl.is greindi frá þessu