Breki fær styrk frá Árborg

Bæjarráð Árborgar samþykkti í morgun að veita Hafdísi Óladóttur á Eyrarbakka styrk til greiðslu hundaleyfisgjalda fyrir björgunarhundinn Breka.

Hafdís leitaði eftir styrknum frá sveitarfélaginu og samþykkti bæjarráð að veita hann enda er Breki á útkallslista hjá Björgunarhundasveit Íslands.

Fyrri greinFarsímar notaðir við dönskukennslu
Næsta greinLeiðandi fréttamiðill í 20 ár