Breikkun Hellisheiðar boðin út

Vegagerðin auglýsti í vikunni eftir tilboðum í breikkun Hringvegarins á 14,8 km kafla um Hellisheiði, frá hringtorginu við Hveragerði að Hamragilsvegi fyrir neðan Hveradali.

Verkið felur einnig í sér gerð 1,8 km langs vegar, Skíðaskálavegar, frá Hamragilsvegi að Skíðaskálanum í Hveradölum. Einnig er innifalið í verkinu lögn fernra undirganga úr stálplötum á Hringvegi og steyptur stokkur yfir lagnir Orkuveitu Reykjavíkur á Skíðaskálavegi.

Verkið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en tilboðin verða opnuð þann 25. júní næstkomandi. Áætlað er að verkinu verði lokið þann 1. nóvember árið 2015.

Fyrri greinEykt bauð lægst í brúarsmíði
Næsta greinLúðrasveitin og Jónas Sig fengu menningarverðlaun