Brautskráningu frestað fram yfir áramót

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Brautskráningu nýstúdenta í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem fyrirhuguð var í desember hefur verið frestað fram yfir áramót vegna kennaraverkfallsins.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Soffía Sveinsdóttir, skólameistari, sendi nemendum skólans og forráðamönnum þeirra í gær.

Á þessari stundu er ekki komin tímasetning á brautskráninguna, né ljóst hvernig lokum haustannarinnar verður háttað. Að sögn Soffíu hefur hún teiknað upp nokkrar tillögur að mögulegum annarlokum en endanleg ákvörðun verður ekki tekin nema í samráði við aðra stjórnendur skólans og fleiri sem eru í verkfalli, að verkfalli loknu.

Verkfall félagsmanna KÍ stendur til 20. desember nema samið verði fyrr.

Fyrri greinForvarnir gegn refsingu
Næsta greinGamlar og nýjar jólaperlur í jazzbúningi á Sviðinu