Braut vopnalög með rafbyssu-vasaljósi

Í hádeginu á þriðjudag í síðustu viku varð harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar. Ökumaður annarar bifreiðarinnar sýndi merki um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Við leit í bifreið hans fannst vasaljós sem við nánari skoðun reyndist búið rafskautum og hægt að nota sem rafbyssu. Maðurinn verður kærður fyrir brot á vopnalögum og fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefnum.

Umferðareftirlitslögreglumenn sem voru á fimmtudag að vigta vörubifreiðar grunuðu farþega einnar vörubifreiðarinnar að vera með fíkniefni. Við leit á farþeganum fundust nokkrir skammtar af kannabis.

Fyrri greinTveggja ára barn flutt með þyrlu á slysadeild
Næsta greinSkafrenningur á Hellisheiði