Braut upp skáp og stal veski

Síðastliðinn laugardagsmorgun var kortaveski stolið úr fataskáp sundlaugargests sundlaugarinnar í Laugaskarði í Hveragerði.

Skápurinn var læstur en þjófurinn braut hann upp. Atvikið átti sér stað á milli klukkan níu og tíu um morguninn.

Lögreglan hefur farið yfir eftirlitsmyndavél í afgreiðslu sundlaugarinnar en þjófurinn er ófundinn.

Fyrri greinLeitað að ökumanni eftir ákeyrslu
Næsta greinMetfjöldi á Blómstrandi dögum