Braut rúðu í lögreglubíl í kveðjuskyni

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði átta ökumenn í síðustu viku sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Einn þessara ökumanna kvaddi þegar hann var látinn laus úr höndum lögreglu með því að brjóta rúðu í lögreglubifreið fyrir utan lögreglustöðuna og var hann kærður fyrir eignaspjöll. Rúðubrotið náðist á upptöku á öryggismyndavél á lögreglustöðinni.

Tveir þessara átta ökumanna vru stöðvaðir vegna hraðaksturs.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að einn ökumaður hafi verið stöðvaður grunaður um ölvunarakstur.