Braut fimm tennur með hnefahöggi

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun 19 ára gamlan Selfyssing í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot og hættulega líkamsárás en hann rotaði annan mann með hnefahöggi.

Maðurinn braust inn í verslun Olís í Þorlákshöfn í maí í fyrra og stal þaðan vörum fyrir tæpar 35 þúsund krónur.

Í júní í fyrra rotaði hann síðan mann úti á götu við kirkjuna á Eyrarbakka. Fimm tennur brotnuðu í fórnarlambinu og þurfti að fjarlægja tvær þeirra.

Var árásarmaðurinn dæmdur til að greiða hinum manninum tæpa milljón í bætur auk 260 þúsund króna í málskostnað.

Fyrri greinLögmenn styrkja Selfyssinga áfram
Næsta greinKolsvört aska fellur