Bragi og Svava komin í bátana

Bragi Sverrisson og Svava Davíðsdóttir hafa tekið við rekstri Hlöllabáta á Selfossi. Segja þau það hafa komið óvænt upp að þeim hafi boðist reksturinn og þau ákveðið að slá til.

„Það verða sjálfsagt einhverjar breytingar,“ segir Bragi í samtali við blaðið. Fyrir liggur að útbúa aðstöðu til að sitja innandyra, ásamt því að bætt verður á matseðil ýmsu, svo sem hamborgurum, vefjum, kjúklingasalati ofl.

Þau Bragi og Svava voru mætt í lúguna um síðustu helgi og sögðu að meðal fyrstu viðskiptavinanna hefðu verið þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson á leið á fundarstað.

Svava segir að afgreiðslutíminn verði aukinn yfir sumartímann, enda traffíkin að byrja. Þau minna á að hádegistilboð verði á hverjum degi út maí.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÓlafur í Landhelgisgæsluna
Næsta greinÍbúafundur í Ölfusinu í dag