Bragi kominn aftur í ráðhúsið

Bragi Bjarnason er aftur kominn í stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa í Árborg eftir að hafa sagt upp störfum og hætt fyrr í sumar.

„Ég óskaði eftir því að fá að draga uppsögnina til baka og það var samþykkt. Ég er ánægður með að vera kominn aftur í ráðhúsið enda mörg spennandi verkefni framundan á næstunni,“ sagði Bragi í samtali við sunnlenska.is. „Nú er ég kominn til að vera.“