Bráðaliðar losuðu aðskotahlut úr hálsi barns

Síðdegis á laugardag gleypti tæplega ársgamalt barn á Flúðum aðskotahlut sem festist í hálsi þess. Sjúkralið var ræst út á forgangi.

Á Flúðum eru bráðaliðar með bíl og allan búnað til að sinna bráðatilfellum í uppsveitum Árnessýslu. Þeir komu fyrstir á vettvang og losuðu um hlutinn í hálsi barnsins.

Barnið braggaðist strax við það þurfti ekki frekari aðgerðir vegna þessa atviks. Þessi bráðavakt á Flúðum er í samstarfi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Björgunarfélagsins Eyvindar.

Að sögn lögreglu leikur ekki vafi á að með þessu fyrirkomulagi felist mikið öryggi fyrir fólk á þessu svæði.

Fyrri greinBrugðist við fólksfækkun
Næsta greinSlys á ferðamönnum í hverri viku