Bráðabirgðastúkan tekur á sig mynd

Áhorfendaaðstaða sem Selfyssingar þurfa að koma upp við gervigrasvöllinn á Selfossi fyrir fyrsta leik í Pepsi-deildinni er að taka á sig mynd.

Smíðaðir hafa verið færanlegir pallar sem munu þjóna hlutverki stúku við völlinn þangað til nýji aðalvöllurinn verður tekinn í notkun.

Í bráðabirgðastúkunni verður pláss fyrir 600 manns en pallarnir eru í færanlegum einingum sem sveitarfélagið getur nýtt sér seinna meir við viðburði í bænum.

Starfsmenn Selhúsa smíða stúkupallana inni á verkstæði og flytja þá tilbúna á staðinn.

Fyrri greinFylgst með neysluvatnsgæðum
Næsta greinÚrslit Skólahreysti MS í kvöld