Botnaði bílinn við Blautukvísl

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Bíll sem ekið var um Suðurlandsveg við Blautukvísl á Mýrdalssandi síðastliðinn laugardag mældist á 172 km/klst hraða en þar er leyfður hámarkshraði 90 km/klst.

Ökumaðurinn, sem var erlendur ferðamaður, var sektaður um 250 þúsund krónur, sviptur ökurétti í þrjá mánuði og fær að auki þrjá punkta í ökuferilsskrá.

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tíu aðra ökumenn í síðustu viku vegna hraðaksturs. Þrír af þeim voru á hraðferð við Jökulsárlón.

Fyrri greinDíana Lind gefur kost á sér í 3. sætið
Næsta greinTveir lyfjaðir stöðvaðir – og ekki í fyrsta sinn