Börnin gerð að brunavörðum heimilanna

Lionsklúbbur Hveragerðis afhenti á dögunum 1. bekkingum í Grunnskóla Hveragerðis litabók um brunavarnir. Um árlegt átak er að ræða.

Að þessu sinni var það Axel Wolfram formaður klúbbsins sem afhenti grunnskólabörnunum bækurnar. Snorri Baldursson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri í Hveragerði, kynnti svo börnum fjögurra bekkja innihald bókarinnar.

Markmiðið með bókinni er að gera grunnskólabörn að brunavörðum heimilanna. Frá upphafi hafa hin ýmsu tryggingarfélög og fyrirtæki sem selja öryggistæki vegna bruna styrkt útgáfuna og kennarar og slökkviliðsstjórar hafa talið hana vera mjög vel til þess fallna að vekja athygli barna á réttum viðbrögðum varðandi brunavarnir.