Börnin ekki úti á Hellu

Skólahald í Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla er með eðlilegum hætti í dag þrátt fyrir að aska hafi fallið í sveitarfélaginu.

Sömuleiðis eru leikskólar sveitarfélagsins, Heklukot og leikskólinn Laugalandi opnir.

Börn verða ekki send út, heldur verður þeim boðin leikaðstaða í íþróttahúsum sveitarfélagsins. Sundlaugin á Hellu verður lokuð um helgina á meðan hún verður þrifin. Að öllu óbreyttu verðu opið í sundlauginni á Laugalandi í dag og um helgina.