Börn og aldraðir í Flóahreppi fá frítt í sund í Árborg

Árborg og Flóahreppur vinna nú að samkomulagi sem tryggir börnum og ungmennum og eldri borgurum í Flóahreppi frían aðgang að sundstöðum Árborgar.

Undanfarnar vikur hafa fulltrúar sveitarfélaganna fundað vegna mögulegra sameiningarmála og þeirra samstarfsverkefna sem sveitarfélögin standa að.

Þar kom fram áhugi sveitarstjórnar Flóahrepps á því að gera samkomulag sem tryggði börnum og ungmennum að 18 ára aldri og íbúum 67 ára og eldri endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum í Árborg.

Í kjölfarið lýsti Árborg vilja til samstarfs í heilsueflingu gegn einnar milljón króna fjárframlagi á ári. Heildarfjöldi notenda verður endurskoðaður árlega og viðmiðunargjald verður í samræmi við fjöldann ár hvert.

Á síðasta fundi sínum lýsti sveitarstjórn ánægju með tilboð Árborgar og var oddvita og sveitarstjóra falið ganga frá málinu og að vinna áfram að samstarfsverkefnum sveitarfélaganna.

Fyrri greinSunnlenskir körfukrakkar gerðu það gott í Svíþjóð
Næsta greinSigurjón leiðir Á-listann í Árborg