Borgarverk bauð lægst í Þórsmerkurveg

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Borgarverk átti lægsta tilboðið í gerð nýs Þórsmerkurvegar, frá Suðurlandsvegi að Gljúfurá, en tilboð í verkið voru opnuð í vikunni.

Tilboð Borgarverks hljóðaði upp á tæpar 48,8 milljónir króna og var aðeins 2% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var 48,7 milljónir króna.

Sex önnur verktakafyrirtæki sendu inn tilboð í verkið.

Þjótandi á Hellu bauð 52,3 milljónir króna, Snilldarverk á Hellu 57,6 milljónir, Framrás í Vík 58,2 milljónir, Suðurtak 59,8 milljónir, Mjölnir 67,4 milljónir og Snókur á Akranesi átti langhæsta tilboðið, 146,6 milljónir króna.

Um er að ræða nýjan 8 metra breiðan veg frá gatnamótum við Þjóðveg 1 að Gljúfurá. Vegurinn verður að megninu til á nýju vegarstæði, nokkru vestar en núverandi vegur.

Áætluð verklok eru þann 1. júlí næstkomandi.

Fyrri greinÓpera er bæði ofmetið og vanmetið listform
Næsta grein„Gjáin og fossarnir öðlast verðugan sess“