Borgaraleg ferming á Selfossi

Boðið verður upp á borgaralega fermingarathöfn á Selfossi í fyrsta skipti næsta vor.

Í fyrsta skipti í starfi Siðmenntar hefur fjöldi ungmenna sem skráð hafa sig í borgaralega fermingu farið yfir tvöhundruð. Mikil aukning hefur verið á þátttöku ungmenna í fermingafræðslu Siðmenntar undanfarin ár.

Samtímis þessum mikla áhuga hefur athöfnunum fjölgað en þær fara fram á fleiri stöðum á landinu. Árið 2005 fór ein athöfn fram í Reykjavík með 93 þátttakendum en á næsta ári verða sex athafnir á fjórum stöðum, m.a. á Selfossi þar sem sex unglingar fermast.

„Þessi fjölgun er mjög ánægjuleg og er mikill stuðningur við það gæðastarf sem unnið er af kennurum Siðmenntar undir dyggri stjórn Jóhanns Björnssonar, heimspekings og kennara,“ segir Hope Knútsson, formaður

Sú nálgun að ræða við ungt fólk um siðfræði, heimspeki, gagnrýna hugsun, fordóma, sorgarviðbrögð, samskipti kynjanna svo eitthvað sé nefnt hefur sýnt sig falla þeim vel í geð og búa þau undir aukna ábyrgð í lífinu.“

Fyrri greinEyvindur stofnar unglingadeild
Næsta greinGríðarlegar gróðurskemmdir að Fjallabaki