Borgarafundur í Suðurkjördæmi

Mánudaginn 24. október kl. 19:30 stendur RÚV fyrir opnum borgarafundi með fulltrúum framboða í Suðurkjördæmi.

Fundurinn verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lýkur kl 22. Fulltrúar ellefu framboða hafa staðfest mætingu. Fundurinn verður sendur út á Rás 2.

Fundurinn verður opinn gestum og gangandi sem gefst tækifæri til að spyrja oddvitana spjörunum úr. Þeir sem áhuga hafa geta einnig sent fyrirspurnir til frambjóðenda á netfangið kosningar@ruv.is.