Borgarafundur í Kirkjuhvoli

Sveitarstjórn Skaftárhrepps boðar til borgarafundar um stöðu og framtíð sveitarfélagsins í félagsheimilinu Kirkjuhvoli í kvöld kl. 20.

Í sveitarfélaginu tíðkast að halda slíkan fund í lok kjörtímabils þar sem sveitarstjórnarmenn kveðja og greina frá ástandi sveitarfélagsins.

Ennfremur er venja að þeir sem hafi hug á að starfa í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili láti það uppi.

Fyrri greinPáll Bragi liðsstjóri NM liðsins
Næsta grein10. bekkingar Hvolsskóla útnefndir varðliðar umhverfisins