Borgarafundur í Hvítahúsinu

Útvarpsstöðin Suðurland FM efnir til opins borgarafundar í Hvítahúsinu í kvöld kl. 21. Þar munu oddvitar framboðanna í Suðurkjördæmi sitja fyrir svörum.

Kosið verður til Alþingis á laugardaginn og hafa framboðin verið að koma stefnumálum sínum á framfæri en hér er um að ræða fund þar sem hægt er að spyrja frambjóðendur kjördæmisins spjörunum úr um hvaða áherslur þeir leggja á hin ýmsu málefni.

Umsjónarmenn eru þau Valdimar Bragason frá Suðurland FM og Anna Krístín Kjartansdóttir frá Powertalk.

Fundinum verður útvarpað á Suðurland FM 96,3, 93,3 í Vestmannaeyjum og á heimasíðu stöðvarinnar www.963.is.

Fyrri greinHrafnhildur Hanna og Jón Daði íþróttafólk ársins
Næsta greinÓli og Hildur: Ungt fólk og kjörklefinn