Borgarafundur í Hveragerði í kvöld

Hamarshöllin í Hveragerði.

Borgarafundur verður haldinn á Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld, mánudaginn 9. maí kl. 20:00, um málefni Hamarshallarinnar.

Hamarshöllin fauk í óveðri í febrúar og hefur meirihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðis ákveðið að reisa hana aftur í sömu mynd. Nokkur styr hefur staðið um þessa ákvörðun meirihlutans og hófst undirskriftarsöfnun í bænum til þess að knýja fram borgarafund um málefni Hamarshallarinnar. Forráðamenn söfnunarinnar náðu tilsettum fjölda undirskrifta og því er boðað til fundarins í kvöld.

Frummælendur á fundinum eru Jóna Sigríður Gunnarsdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftarsöfnunarinnar, fulltrúar frá Verkís og fulltrúar allra flokka sem sæti eiga á bæjarstjórn.

Fundinum verður streymt á heimasíðu bæjarins.

Fyrri greinLífæð fyrir heilbrigðisþjónustu úti á landsbyggðinni
Næsta greinSviðin jörð fráfarandi meirihluta