Borfélag vill kaupa Ræktó

Fyrirtækið Borfélag Íslands hefur gert tilboð í allt hlutaféð í Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Eftir því sem næst er komist gæti sala á meirihlutaeign í fyrirtækinu gengið í gegn á næstu dögum.

Eigendur 65% hlutar í Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, erfingjar Ólafs Snorrasonar, skoða nú kauptilboð á hlut sínum í fyrirtækinu, sem og sjö búnaðarfélög á Skeiðunum og í Flóanum sem eiga samtals 35 prósent hlut í fyrirtækinu.

Bjóðendurnir eru fyrirtækið Borfélag Íslands, en það fyrirtæki er í eigu Gamma:Geo, fjárfestingasjóðs í Reykjavík.

Framkvæmdastjóri Borfélags Íslands er Ari Stefánsson, sem áður starfaði hjá Jarðborunum, en stjórnarformaður er Pétur Árni Jónsson, sem er eigandi Viðskiptablaðsins.

Fyrri greinRagnheiður Elín: Byggjum upp og stöndum saman
Næsta greinSjóslys í Landeyjahöfn viðfangsefni skrifborðsæfingar