Bónusvinningur á Laugarvatn

Einn var með fjóra rétta og bónus í Lottóinu í kvöld en vinningsmiðinn var seldur í Samkaupum Strax á Laugarvatni.

Vinningsupphæðin er rúmar 247 þúsund krónur.

Lottótölur kvöldsins voru 10, 19, 27, 32 og 38. Bónustalan var 4. Enginn var með fimm tölur réttar og er potturinn því þrefaldur næst.