Bongóblíða á Flúðum

Gestir á tjaldsvæðinu á Flúðum svöluðu sér í sumarhitanum í dag með baði í Litlu-Laxá.

Bongóblíða er á Suðurlandi og sérstaklega í uppsveitunum. Á Flúðum una þúsundir gesta sér vel í 22°C hita og logni.

Mikil umferð hefur verið á Suðurlandi í gær og í dag og hefur hún gengið ágætlega og fólk skemmt sér fallega í flestum tilvikum.

Fyrri greinÞrír fluttir á sjúkrahús
Næsta greinHamar tapaði í sjö marka leik