Bóndi brotnaði á handlegg

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bóndi í Rangárþingi brotnaði á handlegg síðastliðinn laugardag þegar hann klemmdist á milli stafs og hurðar.

Bóndinn hélt við hurð þar sem verið var að gefa á fóðurgang með dráttarvél en dráttarvélin rakst í hurðina með fyrrgreindum afleiðingum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.