Bólusett í FSu í sumar

Bólusetningarteymi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi að störfum. Ljósmynd/HSU

Bólusetningar vegna COVID-19 á Selfossi verða færðar yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands í sumar.

Síðustu bólusetningar í Vallaskóla verða í dag og á morgun en á fimmtudag verður bólusett í fyrsta skipti í fjölbrautaskólanum. Íbúar í Árnessýslu og Rangárvallasýslu eru bólusettir á Selfossi.

Í þessari viku er starfsfólk grunnskóla og leikskóla boðað í bólusetningu auk þess sem haldið er áfram niður árgangana. Einnig er byrjað að boða yngra fólk, sem er beðið um að láta það ekki koma sér á óvart.

„Margir eru að fá boðun í seinni sprautuna af Astra Zenica en þar geta konur undir 55 ára valið að þiggja Astra Zenica aftur eða fá einn skammt af Pfizer sem seinni sprautuna og eru þá fullbólusettar,“ segir í tilkynningu frá HSU.

Fyrri greinZelsíuz fékk hvatningarverðlaun SAMFÉS
Næsta greinKFR náði ekki að kría út sigur