Bólusetningum 90 ára og eldri lýkur í þessari viku

Bólusetningarteymi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi að störfum. Ljósmynd/HSU

Nýir bóluefnaskammtar bárust til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í gær og í dag.

Í þessari viku stendur til að ljúka við að bólusetja alla 90 ára og eldri á Suðurlandi. Einnig munu allir þeir sem fengu fyrstu bólusetningu í viku þrjú fá seinni skammtinn í þessari viku.

HSU fær nú í fyrsta skipti bóluefni frá AstraZeneca og verða starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila, sem og starfsmenn sambýla bólusettir fyrstu bólusetningu með því efni í þessari viku. Þrír mánuðir þurfa að líða á milli fyrsta og annars skammts af bóluefni AstraZeneca.

Í dag er einn einstaklingur í Grímsnesinu í einangrun vegna COVID-19 og annar í sóttkví. Einn er í sóttkví í Ölfusinu. Þá eru 124 í sóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í gegnum skimun á landamærum. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Fyrri greinKatla Björg framlengir á Selfossi
Næsta greinRannsóknarboranir í Reynisfjalli