Bolette leysir Ingibjörgu af

Bolette Høeg Koch hefur verið ráðin skólastjóri Þjórsárskóla í Árnesi frá 1. ágúst nk. tímabundið, til eins árs.

Bolette leysir Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur af hólmi en hún fer í ársleyfi. Bolette býr á Hæli í Gnúpverjahreppi og hefur starfað sem kennari við skólann auk þess sem hún hefur verið staðgengill skólastjóra.