Bóksala með miklum ágætum

Bókakaffið á Selfossi. Ljósmynd/Bókakaffið

Bóksala í Bókakaffinu á Selfossi var með mikilum ágætum fyrir þessi jól. Vinsælustu bækurnar voru án efa sagnfræðiritið Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason og vinsælasta skáldsagan var Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Í barnabókum á Ævar Þór Jósepsson á alltaf tryggan aðdáendahóp og bókin Þín eigin undirdjúp seldist vel og einnig verðlaunabókin Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.

Bækur um dýr voru æði margar þetta árið og Hestar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring var mjög vinsæl og sömuleiðis Kindasögur II eftir Aðalstein Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Kindasögur II var jafnfram söluhæsta bók bókaútgáfunnar Sæmundar sem er rekin samhliða Bókakaffinu. Næst á eftir Kindasögum hjá Sæmundi voru Mótorhausasögur eftir Selfyssinginn Ragnar S. Ragnarsson. Bók bóksalans Bjarna Harðarsonar Síðustu dagar Skálholts seldist upp hjá útgefanda og bókin Aldrei nema kona eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur, sem kom út hjá Sæmundi í sumar, seldist vel og var prentuð tvisvar sinnum.

Nokkrar bækur seldust upp í búðinni skömmu fyrir jólin og einnig hjá útgefendum þeirra. Sem dæmi má nefna bókin Guðjón Samúelsson, húsameistari eftir Pétur Ármannsson og Draumar og veruleiki eftir Kjartan Ólafsson.

Af þessu má sjá að fjölbreytnin er mikil en þó ofantaldar bækur hafi selst vel tókst þó engri þeirra að slá út þeirri bók sem selst alla jafna mest allt árið um kring í Bókakaffinu og það er Almanak HÍ enda alltaf gott að vita hvenær von er á fullu tungli.

-eg

Fyrri greinGleðilegt nýtt ár!
Næsta grein104 milljón króna vinningur enn ósóttur