Bókaútlánum fækkar mikið á Stokkseyri

Útlánum hjá bókasafni Árborgar á Stokkseyri hefur fækkað mikið eftir að bókasafnið flutti síðasta vetur úr Gimli yfir í nýja barnaskólahúsið.

Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafna Árborgar, fór yfir rekstur bókasafnanna á síðasta fundi menningarnefndar Árborgar.

Fram kom hjá Heiðrúnu Dóru að rekstur bókasafnanna gangi vel og útlán hafi aukist á sl. árum. Þó hafi útlánum fækkað mikið á Stokkseyri síðasta vetur.