Bókasafnið borið niður úr kirkjuturninum

Margar hendur vinna létt verk. Ljósmynd/Skálholtsstaður

Það var stór dagur í Skálholti í dag þegar bókasafn úr turni Skálholtsdómkirkju var flutt úr turni kirkjunnar niður í nýja bókhlöðu í kjallara Gestastofunnar.

Sjálfboðaliðar úr ýmsum áttum; velunnarar Skálholtsstaðar, starfsmenn, björgunarsveitarfólk, kvenfélagskonur, fjölskyldumeðlimir og einstaka ferðamenn tóku þátt.

Yfir 280 bókakassar voru fluttir með mannlegri keðju sem náði úr turni kirkjunnar og alveg niður á kirkjutröppurnar, þaðan var þeim ekið að Gestastofunni þar sem þær voru bornar niður í nýja bókhlöðu.

Margar hendur unnu létt verk en verkið tók rétt um eina klukkustund og að lokum þáðu sjálfboðaliðarnir veitingar fyrir vel unnin störf.

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, kemur einum af 280 kössum fyrir í Gestastofunni. Ljósmynd/Skálholtsstaður
Fyrri greinHSK/Selfoss varði titilinn
Næsta greinHellisheiðarvirkjun nærri kolefnishlutlaus með tilkomu Silfurbergs