Bókasafnið lokar vegna breytinga

Bókasafnið í Hveragerði mun loka í tvær til þrjár vikur frá og með mánudeginum 11. júlí vegna breytinga í Sunnumörk.

Vegna fyrirhugaðrar jarðskjálftasýningar í hluta af rými bókasafnsins þarf að gera talsverðar breytingar á húsnæði safnsins.

Vegna breytinganna hefur verið þrengt að safninu í nokkurn tíma og er safngestum þökkuð þolinmæðin við þessar aðstæður.

Hægt verður að skila bókum í skilakassa allan tímann og safngestir, sérstaklega sumarlestrarbörnin, eru hvattir til að birgja sig upp af bókum áður en safnið lokar.