Bókasafnið í Hveragerði opnar aftur

Ákveðið hefur verið að opna Bókasafnið í Hveragerði aftur eftir hádegi þriðjudaginn 2. ágúst. Breytingunum á húsnæðinu er að mestu lokið.

Safninu var lokað fyrr í júlí vegna breytinga í Sunnumörk þar sem unnið er að nýrri jarðskjálftasýningu. Einhverju verður enn ólokið þegar safnið opnar, en það verður unnið smátt og smátt.

Opnunartími bókasafnsins verður sá sami og verið hefur, virka daga kl. 13-19 og laugardaga kl. 11-14.

Á Blómstrandi dögum, 11.-14. ágúst verður hinn árlegi bókamarkaður í safninu þar sem hægt verður að fá allskonar bækur á frábæru verði. Einnig verður myndlistarsýning Sæunnar Freydísar Grímsdóttur sett upp í vikunni fyrir Blómstrandi daga og föstudaginn 11. ágúst verður formleg opnun sýningarinnar, þar sem Sæunn les eigin ljóð og Hörður Friðþjófsson leikur á gítar.