Bókasafnið á Selfossi lokað á föstudag

Bókasafn Árborgar á Selfossi hefur nú aftur tekið við Upplýsingamiðstöð ferðamanna og í tilefni þeirrar viðbótar opnar safnið nú klukkan 8:00 á morgnana í stað 10:00 en eins og áður opið til kl. 19:00 alla virka daga.

Vegna þessara breytinga verður bókasafnið lokað föstudaginn 15. september. Starfsfólk safnsins mætir svo galvaskt til leiks kl. 11 á laugardaginn.

Fyrri greinTíu milljón króna gjöf til HSU
Næsta greinSkipa undirbúningshóp vegna byggingu nýs grunnskóla