Bókakaffið stækkar

Bókakaffið á Selfossi hefur nú fært út kvíarnar og selur nú auk bóka ritföng og margskonar aðra smávöru. Þar er einnig veitingasala eins og verið hefur.

Stækkunin nú kemur í framhaldi af því að Sunnlenska fréttablaðið flutti yfir á Austurveg 6.

„Við erum með allskonar skvísubækur, vínilplötur gamlar og nýjar, diska, teikniblokkir og svo allar þessar venjulegu skólavörur og rekstrarvörur fyrir skrifstofur,“ sagði Elín Gunnlaugsdóttir kaupmaður í Bókakaffinu í samtali við Sunnlenska.

„En það sem sker okkur kannski mest frá öðrum sem selja slíkar vörur eru prenthylki og blekhylki frá Prentvörum í Reykjavík sem eru á mun hagstæðara verði en almennt gerist.“

Fyrri greinSelfossþorrablótið í nýjum höndum
Næsta greinHSK sigraði í öllum fjórum flokkunum