Boðin út í vetur

Hjá Vegagerðinni er nú unnið að undirbúningi vegna byggingar nýrrar og varanlegrar brúar yfir Múlakvísl í stað bráðabirgðabrúar sem reist var í sumar.

Finna þarf út hvar best er að reisa brúna með tilliti til þessa, lengd hennar og hversu mikið flóð hún á að geta staðið af sér.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þegar þessari vinnu er lokið verði farið í að hanna brúna og má reikna með útboði þegar líður á veturinn. Er að því stefnt að ný brú yfir Múlakvísl verði tilbúin næsta sumar.

Fyrri greinGlæsilegt konukvöld á 800
Næsta greinFundað um fangelsismál