Blómahelgin hafin

Sýningin Blóm í bæ hófst í Hveragerði nú eftir hádegi. Hátíðin stendur fram á sunnudag.

Öll fagfélög innan græna geirans auk Hveragerðisbæjar taka höndum saman um sýningarhaldið. Sýningin er nú haldin í annað sinn og er jafnvel enn veglegri en í fyrra.

Undanfarna daga hafa 20-25 sjálfboðaliðar úr röðum græna geirans unnið hörðum höndum við að gera sýninguna hina glæsilegustu og er nú allur bærinn fagurlega skreyttur.

Meginþema Blóm í bæ þetta árið er Börn og ævintýri og bera skreytingarnar þess merki. Til að mynda er hringtorg við innkeyrsluna inn í Hveragerði nú skreytt með 5 metra hárri rólu og litlum blómabörnum.

Dagskrá helgarinnar má sjá á www.blomibae.is