Blóðbankabíllinn á Selfossi í dag

Blóðbankabíllinn er á Selfossi í dag og er hann að vanda staðsettur við Ráðhús Árborgar.

Í tilkynningu frá Blóðbankanum segir að þeir sem það geta séu hvattir til að sýna góðan hug í verki og mæta í Blóðbankabílinn. Mjög margir treysti á góðviljaða blóðgjafa.

Þeir sem eru hraustir og við góða heilsu geta sýnt hug í verki með því að gefa blóð í Blóðbankabílnum. Sú gjöf er mikilvæg mörgum.

Allir sem áður hafa gefið blóð og eru við góða heilsu og geta gefið sér stund til að gefa með hjartanu mega gefa frá 18 til 65 ára aldurs. Nýir blóðgjafar jafnt konur og karlar eru velkomnir og hægt er að gerast blóðgjafi til 60 ára aldurs.

Blóðgjafar eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki.

Fyrri greinHraðakstursbrotum fækkar
Næsta greinFærri tilkynningar til barnaverndaryfirvalda