Blóðbankabíllinn á Selfossi í dag

Blóðbankabíllinn verður í miðbæ Selfoss í dag en blóðsöfnun verður frá kl. 10 til 17. Þeir Sunnlendingar sem geta eru hvattir til að sýna góðan hug í verki og mæta í Blóðbankabílinn.

Allir sem áður hafa gefið blóð og eru við góða heilsu og geta gefið sér stund til að gefa með hjartanu mega gefa frá 18 til 65 ára aldurs. Nýir blóðgjafar jafnt konur og karlar eru velkomnir og hægt er að gerast blóðgjafi til 60 ára aldurs.

Blóðgjafar eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki.

Fyrri greinBeið björgunar ómeiddur á 20-30 metra dýpi
Næsta greinFjórtán listamenn dvelja í listamannahúsinu